Virðing-Samvinna-Árangur

Read in english  EnglishVeftré - Skrifstofa

 

 

 

Menntastyrkur Erasmus+

Kennarar við Fjölbrautaskóla Suðurnesja hlutu menntastyrk úr sjóði Erasmus+ á dögunum. ErasmusH2018 01

Verkefninu er stýrt frá Ungverjalandi en aðrir samstarfsaðilar eru frá Litháen, Póllandi, Sikiley og Spáni. Verkefnið heitir National Prides in an European Context og gengur út á að kynna fyrir nemendum menningararfleið ólíkra landa í Evrópu með það að markmiði að auka víðsýni, þekkingu og læsi á umhverfinu innan og utan landssteinanna. Verkefnið mun setja svip sinn á skólann næstu tvö árin með nemendaheimsóknum. Nemendum Fjölbrautaskóla Suðurnesja gefst kostur á að fara í námsferðir til samstarfslandanna sem og taka á móti nemendum frá Evrópu.

 

Á myndinni með fréttinni eru Ester Þórhallsdóttir og Harpa Kristín Einarsdóttir kennarar og þeir Andrés Pétursson og Ágúst Hjörtur Ingþórsson frá Rannís.  Á myndinni að neðan eru allir þeir sem hlutu styrki að þessu sinni.

ErasmusH2018 02

ErasmusH2018 03

                                               Heilsueflandi2019                         

                                   Erasmus
SFR2018 SFR2017 SFR2016 SFR2015 SFR2014