Virðing-Samvinna-Árangur

Read in english  EnglishVeftré - Skrifstofa

 

 

 

Af stærðfræðikeppni grunnskólanemenda

StaekeppniV2018 Frett1Stærðfræðikeppni grunnskólanemenda fór fram í skólanum mánudaginn 12. mars. Þátttakendur voru 148 úr öllum grunnskólum á Suðurnesjum.

Keppendur voru 83 úr 8. bekk, 33 úr 9. bekk og 32 úr 10. bekk. Flestir þátttakendur voru úr Myllubakkaskóla eða 27. Nemendur mættu kl. 14:30 og fengu pizzu og gos. Keppnin sjálf hófst síðan kl. 15:00 og stóð til kl. 16:30. Verðlaunaafhending verður auglýst síðar. Það eru Íslandsbanki og Verkfræðistofa Suðurnesja sem gefa verðlaunin eins og undanfarin ár.

Til gamans er hér eitt dæmi úr keppninni:
Tölurnar 226 og 318 eiga það sameiginlegt að margfeldi tölustafa þeirra er 24. Hvað eru margar þriggja stafa tölur þar sem margfeldi tölustafa þeirra er 24?

Hér eru myndir frá keppninni en að þessu sinni var Kristján Ásmundsson skólameistari á myndavélinni.

                                                                         SFR2016 SFR2017 SFR2018                                    
   SFR2014
Heilsueflandi2019  SFR2015