Virðing-Samvinna-Árangur

Read in english  EnglishVeftré - Skrifstofa

 

 

 

Skólasóknarreglur

 

Skólasóknarreglur

Á vorönn 2018 taka gildi nýjar skólasóknarreglur.

1. Nemendum ber að sækja allar kennslustundir samkv. stundaskrá.

2. Ef mæting nær ekki 90% af heildartímafjölda í tilteknum áfanga er málinu vísað til skólastjórnenda. Þegar mæting er komin niður fyrir 95% af heildartímafjölda kemur mætingastjóri í samráði við umsjónakennara aðvörun á framfæri við nemandann. Að öðru leyti ber nemandanum sjálfum að fylgjast með stöðu sinni. Brottfall eða brottvikning úr áfanga skal tilkynnt skriflega og skal í því sambandi virða andmælarétt nemandans. Endanleg brottvikning úr áfanga er á ábyrgð skólameistara.

Viðmið

ÍSL3036 / ÍSLE2MÆ05 Hámark 6 fjarvistir Nemandi dettur út við 7. fjarvist
ÍÞF2324 Hámark 4 fjarvistir Nemandi dettur út við 5. fjarvist
ÍÞR1B12 Hámark 2 fjarvistir Nemandi dettur út við 3. fjarvist
SMÍ106C Hámark 12 fjarvistir Nemandi dettur út við 13. fjarvist

Kennari getur sett önnur viðmið um mætingar sem koma fram í kennsluáætlun.

3. Skólasóknareinkunn er gefinn í tölum skv. þessu hlutfalli:

Einkunn Mætingahlutfall               Einkunn Mætingahlutfall
10 99% - 100%               5 90% - 91,99%
9 97,5% - 98,89               4 88% - 89.99%
8 96% - 97,49%               3 86% - 87,99%
7 94% - 95,99%               2 84% - 85,99%
6 92% - 94,99%               1 0,00 - 83,99%


4. Tilkynningar og leyfi.

a) Geti nemandi ekki sótt skóla vegna veikinda skal tilkynna forföllin samdægurs milli kl. 8:00 og 10:00 í síma 421-3100. Veikindi verða skráð sem V í Innu. Ef nemandi er yngri en 18 ára skal forráðamaður tilkynna um veikindin í síma eða með tölvupósti. Fjöldi veikindaleyfa skv. þessari grein skal ekki fara yfir það sem samsvarar einni og hálfri viku, þ.e. 6 V í áfanga sem kenndur er í 4 kennslustundir á viku.

b) Ef veikindin fara fram úr áðurnefndum hámörkum þurfa nemendur alltaf að skila læknisvottorði. Leyfi sem veitt eru skv. læknisvottorðum skulu skráð sem W (veikindavottorð) til aðgreiningar frá V. Forsenda þess er að veikindin hafi verið tilkynnt daglega. Á læknisvottorðinu skulu veikindadagarnir tilgreindir og því skilað eigi síðar en á þriðja skóladegi eftir veikindin.

c) Sé um langvarandi veikindi að ræða, eða fjarvistir sökum þráláts sjúkdóms, skal nemandi leggja fram læknisvottorð í upphafi hverrar annar. Nemendur með opin vottorð þurfa að hafa samband við námsráðgjafa strax í annarbyrjun og tilkynna síðan veikindi með sama hætti og aðrir. Ef þessir nemendur hafa þörf fyrir meira svigrúm vegna veikinda en felst í almennum reglum um 6V skulu þeir skila inn dagbók í samráði við námsráðgjafa.

d) Ekki skal telja til fjarvista skv. 2. grein þær kennslustundir sem nemendur missa af vegna námsferða eða annarra ferða sem farnar eru með samþykki aðstoðarskólameistara. Þetta gildir einnig um nemendur sem eru í starfsnámi á vegum skólans.

e) Auk veikindaleyfa og leyfa vegna ferða á vegum skólans eru ávallt veitt leyfi vegna dauðsfalla/jarðarfara náinna ættingja og vina. Einnig eru veitt leyfi vegna próftöku af ýmsu tagi t.d. ökuprófs. Umsóknir um leyfi skal skila á skrifstofu skólans.

f) Tilkynningar um leyfi nemenda, skv. ofansögðu, sér starfsfólk á skrifstofu um að skrá í upplýsingakerfi skólans, en kennurum er sjálfum óheimilt að veita leyfi.

5. Skrái nemandi sig í áfanga eftir að kennsla hefst, eða hættir í áfanga eftir að töflubreytingum lýkur, reiknast fjöldi fjarvista miðað við þann tíma sem hann er á skrá í áfanganum.

6. Ef nemandi skráir sig úr áfanga eftir auglýstan lokafrest eða mætir ekki í próf fær hann falleinkunn í áfanganum og getur ekki tekið áfangann á næstu önn á eftir.

7. Ef nemandi hættir í skólanum eftir auglýstan lokafrest eða hættir í þremur eða fleiri áföngum á sömu önn á hann ekki vísa skólavist á næstu önn á eftir.
   
8. Heimilt er að sækja um undanþágu frá ofangreindum reglum til skólastjórnenda. Sætti nemandi sig ekki við afgreiðslu umsóknar um undanþágu, getur hann vísað máli sínu til skólaráðs.
  
Síðast breytt: 28. febrúar 2013

Heilsueflandi  SFR2014  SFR2015  SFR2016  SFR2017