Virðing-Samvinna-Árangur

Read in english  EnglishVeftré - Skrifstofa

 

 

 

Ívilnun vegna mætinga

Ívilnun vegna mætinga er aukið svigrúm nemenda til að vera fjarverandi af málefnalegum ástæðum s.s. vegna veikinda, fötlunar, vinnu eða fjölskylduaðstæðna.  Ívilnun er ekki frjáls mæting.

•    Ívilnun verður að vera faglega möguleg bæði hvað varðar fjölda tíma sem nemandi er fjarverandi úr og í hvaða tímum nemandi er fjarverandi.
•    Samráð við viðkomandi kennara nauðsynlegt.
     o    Rökstuðningur þarf að vera fyrir höfnun.
•    Takmörk á ívilnunum.
    o    Próf.
    o    Hópvinna.
    o    Aðgengi að búnaði.
    o    Tímaverkefni.
    o    Kennsla sem einungis fer fram í tíma.
    o    Áfangar með aukna mætingaskyldu eða kröfur um raunmætingu.
•    Skyldur nemanda.
    o    Góð mæting í kennslutíma þegar ekki eru málefnalegar ástæður til fjarvista.
    o    Góð ástundun heimavinnu.
    o    Góð mæting í próf.
    o    Góð skil verkefna.
    o    Nýta stoð ef það er mögulegt og gagnlegt.
    o    Viðleitni til að leysa vandamál sem upp koma.

Veikindi eða fötlun
•    Nemandi sem á við langvarandi veikindi hefur rétt á ívilnun í fjölda veikindatilkynninga.
•    Aukinn fjöldi veikindatilkynninga fæst með vísun í vottorð.
•    Vottorð vegna fötlunar eða veikinda sem fyrirsjáanlegt er að standi lengur en önn þarf ekki að skila á hverri önn.
     o    Tilgreina þarf gildistíma.

Fjölskylduaðstæður
•    Nemandi á rétt á ívilnun varðandi veikindatilkynningar vegna veikinda barna eða annarra sem nemandi ber ábyrgð á.
    o    Tvöfaldur fjöldi veikindatilkynninga án vottorðs hjá þeim nemendum sem þurfa að vera fjarverandi vegna barna eða annarra sem nemandi ber ábyrgð á.
    o    Veikindatilkynningum umfram það skal gera grein fyrir með læknisvottorði.
    o    Nauðsynleg fjarvera vegna veikinda fleiri barna er skoðuð sérstaklega.
•    Aðrar aðstæður.
    o    Skoðað sérstaklega.

Vinna
•    Nemendur sem þurfa að framfleyta sér með vinnu eiga rétt á ívilnun vegna mætinga sé hún faglega möguleg.
•    Leitast skal við að sjá fyrir hvenær fjarvera er nauðsynleg.

Síðast breytt: 7. september 2015

Heilsueflandi  SFR2014  SFR2015  SFR2016  SFR2017