Virðing-Samvinna-Árangur

Read in english  EnglishVeftré - Skrifstofa

 

 

 

ÍÞR-1B12

Upphitun og þrekþættir
Í áfanganum er lögð áhersla á verklega og fræðilega þætti upphitunar og þols fyrir einstaklinginn. Farið er yfir mikilvægi upphitunar við líkamlega þjálfun og unnið með æfingar og leiki sem henta fyrir mismunandi líkams- og heilsurækt. Farið er yfir það helsta sem á sér stað í líkamanum við upphitun og þá kosti sem góð upphitun hefur í för með sér. Í áfanganum er einnig fjallað um þol og þolþjálfun og hvernig byggja megi upp þol og viðhalda því. Farið er yfir muninn á loftháðri og loftfirrtri þolþjálfun, auk þess sem farið verður yfir almennt og sérhæft þol tengt ýmsum íþróttagreinum. Þá verður nemendum kynnt próf sem nýta má til mælingar á þoli. Nemendur verða hvattir til að tengja tölvu- og upplýsingatækni við skrásetningu upplýsinga og vinnu að áætlanagerð. Í áfanganum er einnig farið yfir verklega og fræðilega þætti kraft- og liðleikaþjálfunar. Farið er yfir mikilvægi líkamsstyrks (krafts) fyrir stoðkerfi líkamans, líkamsbeitingu, líkamsreisn og kraftþjálfun fyrir helstu vöðvahópa líkamans. Þá er komið inn á mikilvægi réttrar líkamsbeitingar við kraftþjálfun og fjölbreytta möguleika á þjálfun krafts, s.s. með eigin líkamsþunga eða í tækjasal. Farið er yfir mikilvægi liðleika fyrir líkamann og áhrif liðleikaæfinga á vöðva og liðamót. Farið er yfir æfingar sem þjálfa liðleika og helstu aðferðir sem beitt er. Komið er inn á slökun og mikilvægi hennar í nútímasamfélagi. Nemendum er kynnt próf sem mæla kraft og liðleika.
  • Undanfari: ÍÞR 121 og ÍÞR 131
  • Athugasemd: Bóklegur og verklegur áfangi. 2x55 mín./viku.
                                               Heilsueflandi2019                         

                                   Erasmus
SFR2018 SFR2017 SFR2016 SFR2015 SFR2014