Virðing-Samvinna-Árangur

Read in english  EnglishVeftré - Skrifstofa

 

 

 

LKN-1036

Lífsleikni
Markmið áfangans eru tvíþætt. Annars vegar að aðstoða nemandann í að glöggva sig betur á námsleiðum skólans, hann átti sig á til hvers þær leiða og geri sér betur grein fyrir kröfum hugsanlegra viðtökuskóla eða atvinnulífs. Í áfanganum mun nemandinn einnig fá kynningu á skólastarfinu og félagslífi nemenda og kynnast umsjónarkennara sínum og hlutverki hans. Hins vegar verður lögð áhersla á að styrkja samkennd nemenda og að efla tjáningarhæfni þeirra og sjálfstraust þannig að þeir geti sett fram eigin skoðanir og kenningar um margvísleg málefni og rökrætt þær sín á milli. Nemendur geta þannig valið mismunandi verkefni sem tengjast þema áfangans og kynnt verkefnin fyrir samnemendum sínum með margvíslegum aðferðum við miðlun upplýsinga. Þannig er ekki gert ráð fyrir að allir nemendur séu að fást við sömu viðfangsefni.

Að áfanganum geta komið ýmsir aðilar eins og umsjónarkennari nemandans, námsráðgjafi skólans, bókasafnsfræðingur skólans, nemendur skólans í tengslum við jafningjafræðsluna og félagslíf skólans, aðilar utan skólans o.s.frv. Æskilegt er þó að einn kennari hafi yfirumsjón með áfanganum og sjái um skipulag hans.

  • Undanfari: Enginn
                                               Heilsueflandi2019                         

                                   Erasmus
SFR2018 SFR2017 SFR2016 SFR2015 SFR2014