MYL-2236

Hlutateikning og fjarvídd
Framhald formrænna athugana úr SJL103 og MYL213. Í upphafi læra nemendur forsendur fjarvíddar með hlutateikningu og stækka fyrirmynd með einföldum útreikningum. Síðan einbeita þeir sér að raunsærri fjarvídd, læra frumforsendur hennar og þjálfa kunnáttu sína á þessu sviði með því að vinna myndir sem byggjast á þeim. Tveir þættir vega því þyngst í vinnu áfangans: annars vegar ferlið sköpun, túlkun og tjáning, þar sem nemendur vinna að teikningum og málun sem þurfa að vera tæknilega réttar og svigrúm þeirra til sjálfstjáningar er því takmarkað. Með þessu er reynt að meta hvernig mismunandi áhrifum er náð með ólíkri myndbyggingu og hvaða þátt myndbyggingin á í merkingu myndar. Samhliða rannsóknarvinnu eru reglulegar umræður þar sem nemendur kynna niðurstöður sínar og gagnrýna hver annan á uppbyggilegan hátt. Tölvur skulu nýttar í vinnu áfangans til myndgreiningar og gagnasöfnunar.
  • Undanfari: SJL 103