Virðing-Samvinna-Árangur

Read in english  EnglishVeftré - Skrifstofa

 

 

 

MYL-2136

Fjarvíddarteikning og Isometria
Í áfanganum vinna nemendur að því marki að efla næmi sitt fyrir myndbyggingu á tvívíðum fleti og dýpka skilning sinn á meginatriðum hennar. Í áfanganum læra nemendur ennfremur að nýta sér forsendur fjarvíddarteikningar til að gera sér skýra mynd af umhverfi sínu. Í upphafi læra nemendur forsendur samsíða fjarvíddar, ísómetríu og hvernig hægt er að gera myndir af umhverfinu með þeirri tækni. Síðan einbeita þeir sér að raunsærri fjarvídd, læra frumforsendur hennar og þjálfa kunnáttu sína á þessu sviði með því að vinna myndir sem byggjast á þeim. Tveir þættir vega því þyngst í vinnu áfangans: annars vegar ferlið sköpun, túlkun og tjáning, þar sem nemendur vinna að teikningum, hér vinna nemendur teikningar sem þurfa að vera tæknilega réttar og svigrúm þeirra til sjálfstjáningar er því takmarkað; og hins vegar ferlið skynjun, greining og mat þar sem nemendur greina eigin verk, verk samnemenda og teikningar listateiknara, arkitekta og myndlistarmanna með tilliti til aðferða og forsendna teikningarinnar og tilgangs listamannanna með því að nýta kerfi fjarvíddarteikningar. Kynnt verða þrívíddarteikniforrit í tengslum við verkefni.
  • Undanfari: SJL 103
                                                                         SFR2016 SFR2017 SFR2018                                    
   SFR2014
Heilsueflandi2019  SFR2015