RRV-1036

Í áfanganum er lögð áhersla á undirstöðuatriði er varða jafnstraumsvélar, einfasa riðstraumshreyfla og einfasa spennubreyta. Farið er í hugtök, tákn, merkingar, heiti og hlutverk spennubreyta og rafvéla og gerð grein fyrir í hverju orkuumbreyting spennubreyta og rafvéla felst. Þá er lögð áhersla á að nemendur æfist í að nota mælitæki og verkfæri rafiðnaðarmanna, greina bilanir og gera við rafvélar og raftæki og venjist við að taka tillit til öryggissjónarmiða við viðgerðir. Farið er yfir uppbyggingu og virkni jafnstraumsvéla og reiknað afl véla, snúningsmáttur og nýtni. Jafnstraumsvél er keyrð bæði sem hreyfill og rafall með viðeigandi tengibúnaði. Gerðar eru mælingar og útreikningar við mismunandi tengingar og álag á jafnstraumsvélar og teiknaðar tengimyndir og kennigildi út frá mælingum.
  • Undanfari: Grunndeild rafiðna