SÁL-1036

Almenn sálfræði
Fjallað er um viðfangsefni, aðferðir og stefnur sálfræðinnar í sögulegu samhengi. Vísindaleg vinnubrögð kynnt, bóklega og verklega. Síðan er námssálarfræði til umfjöllunar bæði á fræðilegan og hagnýtan hátt; minni, minniskerfin þrjú, minnistækni og ýmsar tegundir náms, einkum skilyrðingar, en einnig hugrænt nám. Sértæk námsvandamál eru kynnt. Sérstakur gaumur er gefinn að hagnýtingu námssálarfræðinnar við ýmsa þætti auk námsins, svo sem við samskipti, líkamstjáningu, mótun hegðunar og fælni. Nemendur kynnast leiðum sálfræðinnar til að fást við vandamál daglegs lífs. Viðfangsefnin geta til að mynda verið togstreita, ákveðni/óákveðni, samskiptahæfni, reiðistjórnun eða annað sem ákveðið er í sameiningu af nemendum og kennara. Æskilegt er að einum þriðja hluta áfangans sé varið til verklegra æfinga og verkefna. Til að mynda geri nemandi fáeinar rannsóknir og skili skýrslum um þær.
  • Undanfari: Enginn