Virðing-Samvinna-Árangur

Read in english  EnglishVeftré - Skrifstofa

 

 

 

THL-3036

Fata- og textílhönnun - hannað innskot
Gengið er út frá nokkrum þjálfunarþáttum í samhengi við hugmyndavinnu varðandi hönnun, sk. hannað innskot. Munsturgerð og litasamsetning fyrir prjón, útsaum, þrykk eða vefnað sem nota á í flík, t.d. gömul munstur, jurtalitað garn o.fl. Fyrirmynd í sögulegu samhengi, þ.e. hugmynd úr bókum, blöðum, leikritum, kvikmyndum o.fl. sem sýnir fatnað frá ýmsum tímabilum. Hugmyndin er síðan yfirfærð í nýjan búning sem hluti af flík eða öll flíkin. Tilraunahönnun í efnis-, snið- og/eða litavali, t.d. að blanda saman prjóni og ofnu efni eða nota "önnur" efni, eins og segl, plast, málma, óunna ull, skinn, roð o.fl. Spretta upp gamalli flík, endurnýta eða nota sniðið sem hugmynd í nýja flík, nota gömul snið og bera saman við ný, breyta og sauma. Kynntir eru allir möguleikar á hönnuðu innskoti. Nemendur velja síðan tvö af ofannefndum verkefnum. Gera greinargerð um forsendur, safna og afla upplýsinga, gera útlitsteikningar, vinnuáætlun, vinnulýsingar, vinnuteikningar og færa inn í safn- og hugmyndabækur. Útfæra sniðin í minni skala, fullvinna sniðið eða vinna beint á gínu (drapera). Kynnt sérhönnun á búningum fyrir leikhús og skemmtanaiðnaðinn, þjóðbúningar, danskjólar o.fl. Vettvangsheimsóknir á vinnustaði þar sem unnið er með "önnur" efni, flóamarkaði, Rauða krossinn, Sorpu o.fl. Nemendur kynna og sýna eigin verk.
  • Undanfari: THL 203
                                                                         SFR2016 SFR2017 SFR2018                                    
   SFR2014
Heilsueflandi2019  SFR2015