UST-2436

Uppsetning netstýrikerfa og forrita.
Farið í grunnatriði er varða netkerfi og almenna kerfisstjórnun. Tíunduð eru öll helstu hlutverk sem kerfisstjóri hefur á höndum í daglegum rekstri fyrirtækja. Kynning á netstýrikerfum frá Microsoft. Uppsetning á netstýrikerfum frá Microsoft hlutar þeirra skoðaðir eins og Active Directory, DNS o.s.frv. Hlutverk netþjóna skoðuð og nemendur fá að reka sig á ýmis tæknileg vandamál sem upp geta komið þegar ný stýrikerfi eru sett upp.
  • Undanfari: UST 143
  • Athugasemd: Áfangi fyrir nemendur á tölvuþjónustubraut.