Virðing-Samvinna-Árangur

Read in english  EnglishVeftré - Skrifstofa

 

 

 

VST-3048

Fjallað er um eldsneytisolíur og eldsneytiskerfi (svartolía, gasolía) og rekstur eldsneytiskerfa skipavéla (svartolía, gasolía). Nákvæmlega farið í alla þætti kerfa fyrir gasolíu og svartolíu, þar á meðal skilvindur. Fjallað er um smurolíur (T.B.N. tala og gerlar í smurolíum) og smurolíukerfi og eiginleika smurolíu og áhersla lögð á gildi hinna mismunandi eiginleika í starfi. Nákvæmlega farið í alla þætti smurolíukerfa. Farið er í ferskvatns og sjókælikerfi í skipum (sýrustig, hörkugráða, tæringarvarnarolíur og frostlögur) og fjallað um æskilega eiginleika ferskvatns og bætiefni. Fjallað um tæringarvalda og aðgerðir til úrbóta. Þá er fjallað um vatnsgera, gangsetningu og rekstur. Nánar farið í austurs og kjölfestukerfi og tæki til hreinsunar á austri. Í hinum verklega þætti er áhersla lögð á eftirfarandi: Skoðun, stillingar og prófanir á olíuverkum af mismunandi gerðum ásamt tímamælingum á lokum. Olíustillibekkur. Teikna upp og fara yfir öll kerfi dísilvélar í vélarrúmi skips (gert í vélarrúmshermi).
  • Undanfari: VST 204
                                                                         SFR2016 SFR2017 SFR2018                                    
   SFR2014
Heilsueflandi2019  SFR2015