Virðing-Samvinna-Árangur

Read in english  EnglishVeftré - Skrifstofa

 

 

 

Inna
Inna
Dagatal
Dagatal
Matseðill
Matseðill
Moodle
Moodle
Bókalisti
Bókalisti
Orðabók
Orðabók
Kennsluáætlanir
Kennslu-
áætlanir
Viðtalstímar
Viðtalstímar
Tilkynna veikindi
Tilkynna
veikindi
Stokkatafla
Stokkatafla
  Vefpóstur
Vefpóstur

Þrískólafundur á Suðurnesjum

Samstarfsfundur framhaldsskólanna á Suðurnesjum, Suðurlandi og Vesturlandi var haldinn á Suðurnesjum 1. febrúar.

Útskrift haustannar

Skólaslit haustannar og brautskráning Fjölbrautaskóla Suðurnesja fór fram miðvikudaginn 20. desember. 

Hollvinafélag

HollvinirLogo
Hollvinafélag


Skráning í Hollvinafélag Fjölbrautaskóla Suðurnesja fer fram á þessari skráningarsíðu.

Hollvinafélag Fjölbrautaskóla Suðurnesja var stofnað 24. september 2016.
Tilgangur félagsins er að styðja við uppbyggingu skólans og efla hag hans, efla tengsl skólans við atvinnulíf og samfélag ásamt því að efla samfélagslega ábyrgð. Jafnframt er tilgangur félagsins að efla tengsl milli nemenda, fyrrverandi nemenda og annarra sem bera hag skólans fyrir brjósti, efla og viðhalda tengslum félaga HFS við skólann.
Það er von þeirra sem koma að stofnun HFS að allir fyrrverandi nemendur við FS skrái sig í félagið og taki þátt í því að standa vörð um gamla skólann sinn. Allir þeir sem hafa áhuga á því að gerast félagar í HFS geta gert það. Skráning í félagið fer fram í gegnum tölvupóst að svo stöddu í gegnum netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Í stjórn HFS sitja:
Formaður: Sveindís Valdimarsdóttir
Varaformaður: Jóhann Friðrik Friðriksson
Gjaldkeri: Þráinn Guðbjörnsson
Ritari: Jóhanna Helgadóttir
Meðstjórnandi: Bergný Jóna Sævarsdóttir
Meðstjórnandi: Guðrún Hákonardóttir
Meðstjórnandi: Svava Pétursdóttir

Skráning í HFS fer fram í gegnum netfangið hollvinir(hjá)fss.is
HFS er á facebook: Hollvinir Fjölbrautaskóla Suðurnesja

Samþykktir HFS

Saga

Fjölbrautaskóli Suðurnesja (FS) er framhaldsskóli starfræktur í Keflavík í Reykjanesbæ. Hann var stofnaður sumarið 1976 og settur í fyrsta sinn þann 11. september það ár. Skólinn var stofnaður og rekinn í samvinnu 7 sveitarfélaga (síðar 5 vegna samruna) og ríkisins. Skólinn varð til við samruna Iðnskóla Suðurnesja, Framhaldsdeilda Gagnfræðaskólans í Keflavík (sem nú heitir Holtaskóli) og Öldungadeildar Gagnfræðaskólans í Keflavík. Hann fékk til umráða húsnæði Iðnskólans, sem þá þegar var allt of lítið og var það bætt upp með leiguhúsnæði frá Gagnfræðaskólanum og víðar um bæinn.

Strax á öðru starfsári skólans var byggt ofan á húsið, í stað einnar hæðar voru þær orðnar þrjár. Það var samt allt of lítið. Skömmu síðar var byggt við endann á húsinu og fjölgaði kennslustofum þá um sex auk þess sem kennarastofa stækkaði mikið. Enn var þetta ófullnægjandi. Árið 1990 var hafist handa við byggingu þverálmu á eldra húsið. Hún var 1000 fermetrar að grunnfleti og á 3 hæðum. Varð þá heildargólfflötur hússins um 6500 fermetrar og mátti með góðum vilja segja, að húsið fullnægði brýnustu þörfum þegar þessi álma var tekin í notkun haustið 1992, en ekkert var umfram það.

Haustið 2004 var tekin í notkun enn ein álman, sem er einnig á þremur hæðum og á þriðja þúsund fermetrar að heildargólffleti. Einnig hafa farið fram gagngerðar endurbætur á eldra húsnæðinu. Er skólinn nú hinn glæsilegasti í alla staði og er starfsaðstaða nemenda og kennara mjög góð. Er nú loksins kominn salur sem risið getur undir því nafni, svo og glæsilegt nemendamötuneyti, nýjar og mjög vandaðar kennslustofur raungreina, ný kennaraaðstaða og svo mætti lengi telja.

Nemendur Fjölbrautaskóla Suðurnesja voru um 250 talsins þegar skólinn hóf starfsemi sína, en síðan hefur fjöldi þeirra fjórfaldast og voru nemendur um eitt þúsund á vorönn 2006. Þessi fjölgun nemenda samsvarar nokkurn veginn 5% stöðugri aukningu á ári frá upphafi til þess árs. Reyndar var fjölgunin ekki jöfn allan tímann heldur gekk hún í stökkum. Eftir 'hrunið' 2008 fjölgaði nemendum í framhaldsskólum á Íslandi verulega og var nemendafjöldinn í FS hátt á 12. hundrað árin 2009 og 2010, en hefur fækkað aftur og eru nú (haust 2014) aftur tæplega 1000.

Skólameistarar Fjölbrautaskóla Suðurnesja hafa verið eftirtaldir:

  • Jón Böðvarsson 1976 - 1984
  • Ingólfur S. Halldórsson, aðstoðarskólameistari vorönn 1984 (Jón var í leyfi)
  • Hjálmar Árnason 1984 - 1995
  • Ægir Sigurðsson, aðstoðarskólameistari, 1989 - 1990  (Hjálmar var í leyfi)
  • Ólafur Jón Arnbjörnsson 1995 - 2012
  • Oddný G. Harðardóttir, aðstoðarskólameistari, allt árið 2005 (Ólafur Jón var í leyfi)
  • Kristján Ásmundsson, aðstoðarskólameistari, 2008 - 2011 (Ólafur Jón var í leyfi)
  • Kristján Ásmundsson 2012 -

Heimild: Wikipedia

Tölulegar upplýsingar - vorönn 2015

Tölulegar upplýsingar - haustönn 2015

 

Nemendur eftir kyni
KK 54%
KVK 46%

 

Nemendur eftir aldri
  KK KVK Samtals
Fæddir 1999 24% 29% 26%
Fæddir 1998 20% 21% 20%
Fæddir 1997 19% 19% 19%
Fæddir 1996 14% 15% 15%
Fæddir 1995 9% 5% 7%
Fæddir 1994 og fyrr 14% 11% 12%
  100% 100% 100%

 

Nemendur eftir brautum
  KK KVK Samtals
Almennar brautir 10% 7% 9%
Stutt starfsnám 8% 7% 8%
Starfsnámsbrautir 20% 16% 18%
Verknámsbrautir 20% 3% 12%
Stúdentsbrautir 38% 62% 49%
Starfsbraut 4% 4% 4%
  100% 100% 100%

 

Nemendur eftir sveitarfélögum
  KK KVK Samtals
Garður 7% 7% 7%
Grindavík 13% 9% 11%
Reykjanesbær 69% 74% 71%
Sandgerði 5% 6% 5%
Vogar 3% 1% 2%
Utan Suðurnesja 3% 4% 3%
  100% 100% 100%

Síðast breytt: 6. október 2015

Afgreiðsla kvartana

 

Verklag við afgreiðslu kvartana


Almennt: Kvörtun skal afgreidd eins framarlega í ferlinu eins og hægt er, þ.e. áður en stjórnandi afgreiðir kvörtun skal t.d. námsráðgjafi leitast við að afgreiða kvörtunina.  Þetta er gert til þess að dreifa vinnuálagi og til þess að hægt sé að áfrýja máli.

Aðrir starfsmenn en stjórnendur sem afgreiða kvartanir geta einungis rannsakað málið og leitað sátta en ekki úrskurðað í málinu.

1. Móttaka: Starfsmaður sem tekur við kvörtun metur um hvað málið snýst og hver á að afgreiða kvörtunina.

2. Tilvísun: Ef starfsmaður sem tekur við kvörtun á ekki að afgreiða kvörtunina sjálfur á hann að vísa viðkomandi á þann aðila sem afgreiða á kvörtunina.  Þetta gildir einnig um stjórnendur sem myndu þurfa að afgreiða málið á seinni stigum.

3. Rannsókn: Starfsmaður sem á að afgreiða kvörtun rannsakar málið.  Rannsókn getur verið takmörkuð við viðtal við þann sem ber fram kvörtunina ef það dugir til sáttar.  Rannsókn getur krafist þess að rætt sé við aðra.  Eðlilegt er að ræða við þann sem kvartað er yfir svo hann geti skýrt sína hlið á málinu.

4. Sáttaferli: Sátt er að sá sem kvartar fellir niður mál eða samkomulag tekst um lok máls. Starfsmaður sem afgreiða á mál getur lokið máli með þrenns konar sátt.
a. Sá sem kvartar er sáttur eftir viðtal.
b. Rætt er í sitt hvoru lagi við þann sem kvartar og þann sem kvartað er yfir ýmist þannig að komist er að samkomulagi eða að kvörtun er komið á framfæri. Sá sem kvartar getur látið það nægja og lokið þannig málinu.  Sá sem kvartað er yfir kann þó að vilja gera athugasemdir við málið og getur komið þeim áleiðis til viðkomandi starfsmanns eða stjórnenda.
c.  Sáttafundur er haldinn með þeim sem kvartar og þeim sem kvartað er yfir og öðrum þeim sem viðeigandi þykir að boða á fundinn.  Takist sátt er málinu lokið.

5. Framvísun: Takist ekki sátt skal málinu framvísað á þá stjórnendur sem afgreiða eiga málið.

6. Úrskurður: Ef ekki tekst sátt getur stjórnandi úrskurðað í málinu eftir því sem hann hefur völd til.

Síðast breytt: 10. febrúar 2015

Starfsnám

 

Boðið er upp á fjölbreytt starfsnám við skólann. Námstími á starfsnámsbrautum er eitt til þrjú ár.

Verknám


Við skólann er boðið upp á verknám í fjölmörgum iðngreinum. Einnig geta nemendur bætt við sig viðbótarnámi til stúdentsprófs eftir að hafa lokið verknámsbrautum.

Bóknám


Bóknám við skólann skiptist í nám á stúdentsbrautum, nám á almennum brautum og starfsbraut.