KÓR-1012

Kórinn er opinn öllum nemendum skólans og ekki eru gerðar kröfur um nótnaþekkingu eða annan grunn í tónfræði eða söng við inntöku í kór 101. Farið er lítillega í söngtækni í kórtímunum en tíminn aðallega nýttur til að syngja lög. Uppistaðan í lagavali kórsins eru íslensk og erlend dægurlög samtíma og eldri. Nemendur fá eina einingu fyrir þátttöku í kórnum en verða þá að mæta á lokatónleika annarinnar og syngja a.m.k. einu sinni á sal á kórtíma. Kórinn fer í kórbúðir og tekur þátt í kóramótum.
  • Undanfari: Enginn