Virðing-Samvinna-Árangur

Read in english  EnglishVeftré - Skrifstofa

 

 

 

Inna
Inna
Dagatal
Dagatal
Matseðill
Matseðill
Moodle
Moodle
Bókalisti
Bókalisti
Orðabók
Orðabók
Kennsluáætlanir
Kennslu-
áætlanir
Viðtalstímar
Viðtalstímar
Tilkynna veikindi
Tilkynna
veikindi
Stokkatafla
Stokkatafla
  Vefpóstur
Vefpóstur

Tilkynningar

Ákveðið hefur verið að framlengja úrsögn úr áföngum. Síðasti dagur til að segja sig úr áfanga er föstudagurinn 18. janúar. Hægt er að segja sig úr áföngum hjá áfangastjórum og námsráðgjöfum.

Frestur til að sækja um styrk úr Minningarsjóði Gísla Torfasonar er til 22. janúar.  Hér er nánar um úthlutunarreglur.

Hér er matseðill mötuneytis fyrir dagana 21.-25. janúar.

Útskrift haustannar

Skólaslit haustannar og brautskráning Fjölbrautaskóla Suðurnesja fór fram fimmtudaginn 20. desember.

Löggur á Dimissio

Föstudaginn 30. nóvember buðu væntanlegir útskriftarnemendur til hátíðar á sal þegar komið var að dimissio þessa önnina.

REN-1036

Meginmarkmið er að neminn kunni skil á vinnsluhætti rennibekkja (bor- og fræsivéla), geti valið réttan hjálpar- og uppspennubúnað, fundið réttan snúningshraða / skerhraða fyrir mismunandi verkefni, metið gildi horna skerverkfæra og sýnt fram á að hann hafi fullkomið vald á öryggismálum og umhirðu spóntökuvéla. Markmiðið er að neminn læri að meðhöndla og beita tækjum sem mest eru notuð í málmiðnaði, s.s. málbandi, tommustokk, rennimáli og míkrómetra. Þá læri nemi að nýta búnað til óbeinna mælinga, s.s. spermál, þykktarmát (fölera) og kastmæli, einnig skrúfuteljara, bugmát og gráðuboga. Nema sé ljós nákvæmni mælitækjanna og notkunarsvið þeirra og geri sér grein fyrir áhrifum hitastigs á mælingar.

Neminn öðlist færni í að leysa einföld verkefni í rennibekk innan +0,1 mm málvika og geti notað algengan uppspennibúnað og slípað rennistál við lausn verkefna.

Markmiðið er að neminn læri að meðhöndla og beita tækjum sem mest eru notuð í málmiðnaði, s.s. málbandi, tommustokk, rennimáli og míkrómetra. Þá læri nemi að nýta búnað til óbeinna mælinga, s.s. spermál, þykktarmát (fölera) og kastmæli. Einnig skrúfuteljara, bugmát og gráðuboga. Nema sé ljós nákvæmni mælitækjanna og notkunarsvið þeirra og geri sér grein fyrir áhrifum hitastigs á mælingar.

Að áfanga loknum þekki nemandinn heiti mismunandi hluta rennibekkjarins, mismunandi stillingarmöguleika rennibekkja fyrir ýmsa verkþætti og tilgang horna skerverkfæra. Neminn þekki helstu uppspenniaðferðir í rennibekk, vinnslu með mismunandi gerðum stála, t.d. hrað- og harðstáls.

Að áfanga loknum geti nemandinn reiknað út snúningshraða/skerhraða samkvæmt töflu, geti metið og valið rétt verkfæri við lausn verkefna og skilgreint heiti horna skerverkfæra og stærðir þeirra fyrir mismunandi vinnsluefni. Neminn geti slípað hnífstál og skrúfuskurðarstál, fundið réttan snúningshraða út frá töflu, skrúfuskorið í rennibekk með tappa og bakka, skrúfuskorið öxul með skrúfuskurðarstáli.

  • Undanfari: Enginn

Starfsnám

 

Boðið er upp á fjölbreytt starfsnám við skólann. Námstími á starfsnámsbrautum er eitt til þrjú ár.

Verknám


Við skólann er boðið upp á verknám í fjölmörgum iðngreinum. Einnig geta nemendur bætt við sig viðbótarnámi til stúdentsprófs eftir að hafa lokið verknámsbrautum.

Bóknám


Bóknám við skólann skiptist í nám á stúdentsbrautum, nám á almennum brautum og starfsbraut.