Virðing-Samvinna-Árangur

Read in english  EnglishVeftré - Skrifstofa

 

 

 

Inna
Inna
Dagatal
Dagatal
Matseðill
Matseðill
Moodle
Moodle
Bókalisti
Bókalisti
Orðabók
Orðabók
Kennsluáætlanir
Kennslu-
áætlanir
Viðtalstímar
Viðtalstímar
Tilkynna veikindi
Tilkynna
veikindi
Stokkatafla
Stokkatafla
  Vefpóstur
Vefpóstur

Rafiðnnemar fengu spjaldtölvur

Nýnemar í rafiðndeild skólans fengu á dögunum spjaldtölvur að gjöf frá Samtökum rafverktaka og Rafiðnaðarsambandi Íslands. 

FS-ingar á Evrópuþingi

Þrír nemendur skólans tóku þátt í Model European Parliament í Danmörku.

UPP-2036

Uppeldismál á Íslandi
Nemendur kynni sér markmið uppeldis á Íslandi og skipulagðar leiðir sem farnar eru að markmiðum. Skoðuð eru markmið leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla eins og þau koma fram í opinberum gögnum. Nemendur skoða hugmyndafræði, markmiðssetningu og skipulag valinna uppeldis- og/eða menntunarstofnana. Nemendur geta einnig kynnt sér hugmyndafræði og uppeldisaðferðir foreldra, t.d. með viðtölum. Áhersla er lögð á sjálfstæði nemenda og samvinnu við skipulagningu og upplýsingaleit. Nemendum er ætlað að kynna niðurstöður sínar hver fyrir öðrum. Eftirfarandi áhrifaþættir í uppeldi eru einnig til umfjöllunar: kynhlutverk, áföll og sorg, skilnaður foreldra, einelti, líkamlegt, andlegt og kynferðislegt ofbeldi gegn börnum. Fjallað er um sorgarviðbrögð barna og hvernig fullorðnir í nánasta umhverfi barna og unglinga geta styrkt þau í sorg sinni. Skilnaður foreldra hefur í för með sér missi fyrir börn og þar af leiðandi sorgarviðbrögð. Fjallað verður um áhrif skilnaðar og hvernig best er hægt að undirbúa og styðja barn í gegnum skilnað foreldra. Ýmsar hliðar eineltis eru skoðaðar og hvaða leiðir er hægt að fara til að fyrirbyggja og stöðva einelti. Könnuð eru áhrif vanrækslu og líkamlegs, andlegs og kynferðislegs ofbeldis gegn börnum. Kannaður er lagalegur réttur barna, hver gætir réttar þeirra og hvar þau hafa möguleika á að fá aðstoð. Kennari og nemendur geta ákveðið að fjalla um alla áhrifaþættina eða ítarlega um einn eða fáa þeirra. Áherslur geta einnig verið mismunandi þannig að farið sé betur í suma þætti en aðra.
  • Undanfari: UPP 103

Starfsnám

 

Boðið er upp á fjölbreytt starfsnám við skólann. Námstími á starfsnámsbrautum er eitt til þrjú ár.

Verknám


Við skólann er boðið upp á verknám í fjölmörgum iðngreinum. Einnig geta nemendur bætt við sig viðbótarnámi til stúdentsprófs eftir að hafa lokið verknámsbrautum.

Bóknám


Bóknám við skólann skiptist í nám á stúdentsbrautum, nám á almennum brautum og starfsbraut.